Við botnlangann sem kemur upp á milli Sogavegar 142 og 144 bráðvantar að setja upp spegil fyrir bílaumferð sem kemur þar niður og út á aðalgötu Sogavegar. Við Sogaveg 144 er mjög hátt grindverk og ómögulegt að sjá þá sem koma frá hægri, til að mynda börn og unglinga, labbandi eða hjólandi. Það væri mikið til bóta ef hægt væri að setja spegil til að tryggja umferð frá hægri áður en komið er út á Sogaveg með framenda bíls. Það getur komið í veg fyrir bæði árekstra og slys.
Spegill þessi gæti hæglega komið í veg fyrir árekstra og slys þar sem, sérstaklega, börn og unglinga fara hratt um sogaveginn. Ekki er hægt að ætlast til að þau hægi á sér við hvern botnlanga. Þessi hugmynd gæti vissulega átt við um fleiri botnlanga á Sogaveginum en þessi er tekinn sem dæmi í ljósi hæðar á grindverki sem hindrar allt útsýni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation