Slá grænu svæðin oftar en þrisvar á sumri.
Það er ekki hægt að nýta sér grænu svæðin þegar gras nær upp að hnjám eins og var of lengi sumarið 2011. Börnin safnast ekki saman og leika sér. Til hvers að hafa græn útivistasvæði þar sem grasið er svo hátt að svæðið nýtist ekki til útivistar, þetta verða dauð svæði. Það eina sem var vel hreinsað í mínu hverfi var fótboltavöllurinn en það nýtist ekki öllum. Yngri krakkar hafa oft safnast saman á grænu svæða nálægt mér sem ég sá ekki í sumar nema framan af sumri, svo varð grasið of loðið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation