Hjólastígar í Google Maps

Hjólastígar í Google Maps

Það var gott skref að afhenda OSM gögn um hjólastíga í reykjavík, bæta mætti um betur og afhenda Google þessi gögn líka til birtingar á Google maps.

Points

Vantar ekki að útskýra og etv útfæra þessu betur? Hverjir eru kostir Google umfram OpenStreetMap? Er visst til dæmis að hæðargögn yrðu tiltæk? Hver sem er getur sótt um að hala niður gögn borgarinnar, að ég tel. Mögulega er vandinn að Google svo rukkar fyrir sums konar þjónustu sem byggir á gögnunum? Og að Google líka byggir upp einokun í krafti yfirburðar... Rökin hinu megin þurfa að koma fram :-)

Maps appið frá Google virkar, hitt ekki, ef það kemur nothæft mobile app frá OSM, þarf ekki að afhenda Google þessi gögn. Það veltur á stillingum hvaða gögn eru tiltæk og hver ekki. Navigation í Google maps er frábær skv. minni reynslu erlendis. Google rukkar ekki fyrir að taka á móti gögnum, vissulega byggor Google upp einokun í krafti yfirburðar, en það virkar bara á meðan varan þeirra er amk, jafngóð og valmöguleikinn, í þessu tilfelli er Maps varan ljósárum á undan valmöguleikanum.

OSM hefur lagast mikið, en þjónusta Google er bara mun betri og aðgengilegri fyrir fleiri notendur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information