Ég bý í Víkurhverfinu og fer oft út að hlaupa á göngu- og hjólastignum fyrir neðan Strandveginn og þar sem hann teygir sit að golfvellinum Þetta er dásamlegt útivistarsvæði. Var að velta fyrir mér möguleikum á að koma upp vatnspósti einhvers staðar á göngustígnum, alveg eins og er í Nauthólsvíkinni.
Gott að staldra við t.d. við skiltið sem sýnir fjallahringinn.
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7237
Ég fer einnig stundum út að hlaupa á þessum sama stíg og væri mjög til í að geta sleppt því að halda á vatnsflösku allann tímann!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation