Fjölga ruslatunnum í Langholtshverfi.

Fjölga ruslatunnum í Langholtshverfi.

Í Langholtshverfinu eru allt of fáar ruslatunnur. Það má draga verulega úr rusli á götum ef bara væru ruslatunnur víðar. Ég legg t.d. til að það verði settar tunnur við Álfheima og við gönguleiðir í dalnum á milli Álfheima og Fjölskyldugarðsins.

Points

Verði fleiri tunnur sýnilegar freistast fólk síður til að fleygja rusli á götur sem er allt of mikið um núna. Auk þess auðveldar það fólki sem vill hirða rusl upp af götunni að það sé stutt á milli tunna, þannig að það geti á göngu sinni um hverfið, beygt sig eftir rusli og viti að það geti losað sig við það innan skamms, en þurfi ekki að bera það með sér heim. Fjölgun ruslatunna hvetur til samfélagslegrar ábyrgðar og meira hreinlætis.

Til að koma í veg fyrir að botninn sé sleginn úr ruslatunnum mætti hafa lása á þeim.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information