Dans á rósum
Ég elska að draga fólk út úr húsi, fá það til að dansa og fylgjast með umhverfi sínu. Ég tók þátt í samkeppni um útilistaverk á vegum sýningar sem Sumarhúsið og garðurinn hélt í Fífunni árið 2007. Ég vann frumlegustu hugmyndina og mig hefur langað til þess að framkvæma hana, en hún er bæði ódýr og einföld. Mig langar að setja nokkur ljósabox á botn Reykjavíkurtjarnar með myndum af rauðum rósum. Þegar vatnið frýs á veturna, þá gæti fólk dansað á rósum.
Leiðrétting á flokkun. Samkvæmt ábendingum starfsmanna fagsviða hefur þessi hugmynd verið flutt úr flokknum „Frístundir og útivist“ í flokkinn „Framkvæmdir“.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation